Bóndi er besta skinn

Þetta er bara snilld að vera bóndi, ég sem er auðvitað lati bóndinn og vill fá að vera feit í friði, er auðvitað búinn að kenna öllum að koma til mín þegar ég kalla, og er þetta bara brandari þegar við Addi förum út að sækja einhverjar kindur eða hesta, þá byrjum við alltaf á því að rökræða hvaða aðferð skuli notuð við að sækja skepnurnar, og auðvitað vinn ég oftast, ég fer út á tún með fötu með fóðurblöndu og hristi hana og kalla Húfa, það er kindin hennar Ástu, og koma þá allar á harðahlaupum til að fá smá mola, svo elta þær mig allar hvert sem er. ****Þetta kalla ég bara snilld.  **** 

Eins er þetta svona með hestana, nema ég þarf orðið bara að sjást úti þá koma þeir eins og kallaðir, þessi líka krútt.  Við erum líka með íslenskar hænur sem verpa ofsalega litlum góðum eggjum, og endur sem verpa risa stórum svakalega góðum eggjum.

En eitt það skemmtilegasta er að sjá kýr koma út á vorin í fyrstaskiptið og reyndar líka að sjá nautinn þegar er verið að slá blettinn sem þau eru á beit,

þá er sko hlaupið á eftir traktornum, svo næsta hring á undan honum síðan vil hliðina á honum og alltaf jafn gaman hjá öllum.  Nema þeim sem er á traktornum því hann verður að passa að keyra ekki á þessa fjörkálfa.  

 Hérna eru allir glaðir og kátir að fá að klappa kálfum og mjólka kýr. Enda er tíminn afstæðari hérna en í þéttbýlinu og allir miklu afslappaðri.                             *******************


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband